venerdì, maggio 17, 2002

Hmmm...ekkert mjög dugleg að uppfæra hér...
Það nýjasta og jafnframt skemmtilegasta er, að ég sótti um í tónlistarháskólanum hér í Parma, við Gissur fengum að vita að síðasti skiladagur á umsókn væri 10. maí, en 10. maí var það of seint (fanst skólastjóranum skyndilega), þannig að ég fæ ekki einu sinni að taka inntökupróf í þennan ágæta skóla. Svona er þetta nú hér á Ítalíu, ekki hægt að treysta neinu sem manni er sagt.
Þar sem inntökuprófið átti að vera 5. júlí, komum við fyrr heim, eða um miðjan júní:)
Ég fer þá bara í staðin í inntökupróf í Scuola di musica di Fiesole, sem er afar huggulegur tónlistarskóli í Toscanahæðunum og þar kennir minn kæri Massimo.
Það er nú það.
Sigrun