mercoledì, dicembre 18, 2002

Í gær fórum við í athyglisverðan borðstofuborðsbíltúr alla leið til Toscanella sem er nálægt Imola. Það gengur frekar illa að finna borðstofuborð, erum ekki orðin nógu ítölsk fyrir sveitt stíflökkuð borð með rosa skrautfótum úr við sem er svona eins á litinn og brún plastborð í Rúmfatalagernum.Niðurstaðan varð því sú að við ætlum að athuga hvað kostar að láta smíða fyrir sig borð, hvorki meira né minna. Er að reyna að sætta mig við að borða fashanann við eldhúsborðið!
Hinsvegar lentum við í dálítið leiðinlegu á heimleiðinni, keyrðum fram á slys þar sem fólk hafði velt bílnum sínum á autostrada, vitum ekki hvort þau voru lífs eða liðin. Mér finnst nú reyndar dálítið skrítið að skíra þá hraðbraut Ítalíu sem tekur hve flest líf "Autostrada del Sole" eða hraðbraut sólarinnar.... Við keyrðum í vor fram hjá dauðaslysi þar sem lík lá á miðri hraðbrautinni og maður þurfti að passa að keyra ekki yfir það, það var hrikalega erfitt að hofa upp á.
Erum komin með miða á Hnotubrjótinn e. Tsjaíkovskí og Nuryev á Teatro degli Arcimboldi, en það er nýja La Scala vegna þess að það er verið að endurgera það gamla leikhús. Það væri nú flott ef svona metnaður væri fyirir tónlistarhúsi á Íslandi, það var byggt nýtt hátæknileikhús til þess að hægt væri að loka Scala í nokkur ár og það er sko ekkert smá leikhús. Það verður gaman að sjá hvort ítalir kunna eitthvað að dansa ballett, hef aldrei farið á balletsýningu hér. Hef reyndar meiri trú á Frökkum í þeim efnum, en maður verður bara að vera bjartsýnn, allavegana gaman að sjá nýja leikhúsið og hlusta á tónlistina.
Jæja, nú bíður jólaundirbúningur, nóg að gera í þeim efnum.
Sigrun