Hjálp................
Gleðilega páska!
Nú má segja að það sé kominn tíundi í sukki hjá okkur á Hótel Zarotto 12. Elísabet og Dóri fóru heim til Bretlands í hádeginu að loknu vel heppnuðu hádegisvöfflupartýi. Nú eru eftir hjá okkur Sigrún Ólafs. og Hildur sem að verða hér þar til þann 30.
Síðan að Dóri og Elsí komu hefur tími okkar að mestu farið í að borða góðan mat, tala um góðan mat og skipuleggja hvaða góða mat við borðum næst. Sem sé í tíu daga hefur varla annað verið gert en að borða. Ég veit bara hreinlega ekki hvernig ég á að klára þetta dæmi.....
ps. ég hef mjög gaman af því að borða.
Gissur Guli
Af Parmalífi........
domenica, marzo 27, 2005
martedì, marzo 22, 2005
Ó þú guðs lamb..........
Jæja þá fer að líða að páskum! Í allri umræðuni um að veita Bobby Fischer íslenskann ríkisborgararétt og passa og hæli og allt það. Langar mig að benda á eitt sem að hefur því miður farið framhjá íslenskum fjölmiðlum og samtökum fólks sem að vill bjóða útbrunnu frægu fólki að vera á Íslandi (með góðu eða illu)
Þannig er mál með vexti að á Ítalíu er rekið apparat sem að hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Apparatið heitir hin Kaþólska Kirkja. Ja það ma svo sem segja að þar sem að kirkjan hefur ekki mætt vinsældum hefur hún svo sem verið dugleg að meiða, pína og myrða til að fólk læri að meta hinn "góða boðskap".
En svo að ég komi mér að kjarnanum þá hef ég alltaf fundið til með páfanum á þessum stórhátíðum kirkjunar hér á Ítalíu. Hér er td. slátrarinn og Pylsusalinn með opið á sjálfan föstudaginnlanga á meðan börn á Íslandi fá ekki einusinni a taka í spil til að það falli ekki skuggi á þennan mikla sorgardag kirkjunar. Það sama er uppi á teningnum um sjálf jólin þegar að litla jesúbarnið fæddist. þannig að hér fer fólk barasta í bíó og fær sér popp og kók kl 18:00 þann 24. des á sama tíma og hún Marí gamla mey var að fæða jesú litla.
Já gott fólk, nú er tími til kominn að við Íslendingar tökum höndum saman og með öllum tiltækum ráðum fáum Páfann til að koma til Íslands og gerast okkar æruverðugi andlegi leiðtogi!!!!
Páfann heim!! Páfan heim!! Páfann heim!!
Gissur Guli
domenica, marzo 20, 2005
Hótel Zarotto 12.....
Jæja gott fólk Þá er hótelreksturinn okkar Sigrunar hafinn. Fyrstu gestir þessa árs eru Elísabet(systir Sigrúnar) og Dóri (kærastinn hennar).
Við eigum svo von á fleiri góðum gestum um páskana. Annars er allt fínt að frétta héðan. Við fórum í óperuna í gær og sáum Madama Butterfly e. G. Puccini. Það var með eindæmum góð óperusýning og erum við einróma sammála um að svona skuli flytja óperur.
jæja nóg í bili takk og bæ!
Gissur Guli