martedì, marzo 22, 2005

Ó þú guðs lamb..........

Jæja þá fer að líða að páskum! Í allri umræðuni um að veita Bobby Fischer íslenskann ríkisborgararétt og passa og hæli og allt það. Langar mig að benda á eitt sem að hefur því miður farið framhjá íslenskum fjölmiðlum og samtökum fólks sem að vill bjóða útbrunnu frægu fólki að vera á Íslandi (með góðu eða illu)
Þannig er mál með vexti að á Ítalíu er rekið apparat sem að hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Apparatið heitir hin Kaþólska Kirkja. Ja það ma svo sem segja að þar sem að kirkjan hefur ekki mætt vinsældum hefur hún svo sem verið dugleg að meiða, pína og myrða til að fólk læri að meta hinn "góða boðskap".
En svo að ég komi mér að kjarnanum þá hef ég alltaf fundið til með páfanum á þessum stórhátíðum kirkjunar hér á Ítalíu. Hér er td. slátrarinn og Pylsusalinn með opið á sjálfan föstudaginnlanga á meðan börn á Íslandi fá ekki einusinni a taka í spil til að það falli ekki skuggi á þennan mikla sorgardag kirkjunar. Það sama er uppi á teningnum um sjálf jólin þegar að litla jesúbarnið fæddist. þannig að hér fer fólk barasta í bíó og fær sér popp og kók kl 18:00 þann 24. des á sama tíma og hún Marí gamla mey var að fæða jesú litla.
Já gott fólk, nú er tími til kominn að við Íslendingar tökum höndum saman og með öllum tiltækum ráðum fáum Páfann til að koma til Íslands og gerast okkar æruverðugi andlegi leiðtogi!!!!
Páfann heim!! Páfan heim!! Páfann heim!!
Gissur Guli

2 Comments:

Anonymous Anonimo said...

Páfann heiem og vonum aö ferðin verði honum ofviða!

12:23 PM  
Anonymous Anonimo said...

Halelúja og amenn! Annars legg ég til að við útnefnum bara okkar eigin páfa. Hvað segir Tenórinn um að vera bara páfi í stað prins?
Hilla

10:08 AM  

Posta un commento

<< Home