mercoledì, aprile 06, 2005

"Amami Alfredo"(væmnissímar fiðlur undir)...

...eins og duglegir óperuunnendur vita þá eru þetta byrjunarorð dúettsins í sveitaþættunum (2. þáttur) úr La Traviata e. Verdi þar sem hún Violetta yfirstéttargleðikona er að deyja úr tæringu. Nú væri gott að hafa lungun hennar Violettu, því að ég er með svona næstumþví tæringu eða þannig, aumingja ég er komin með væga lungnabólgu og þarf því annaðhvort að reyna að syngja "Amami Paolo" (Elskaðu mig Páll) eða bara að hanga inni og bíða þetta af mér. Ég skil vel að Violetta hafi dáið vegna þess að það er svo ansi erfitt að syngja þennann dúett með tæringu, og hún hefur bara ofgert sér, stelpan. Bæ ðe vei, þá hef ég aldrei grátið yfir neinni bók nema Kamelíufrúnni eftir Dumas yngri, en á þeirri sögu er Hin Glataða (La Traviata) byggð á. Kannski var bókargráturinn um árið vísbending um að sjálf ætti ég hættu á að deyja úr tæringu ef ég legði í dúettinn. Bréfasenan í minni Traviata yrði þá meira eins og í myndinni You've got mail heldur en hjá Verdi þar sem hún situr afar rómantísk í skrúðgarðinnum og skrifar kveðjubréf til Alfreðs, því að ég sæti bara með hor inní svefnherbergi með órómantískann bjarma tölvuskjáarins. Sei sei.
Annars var mjög gaman á spítalanum í gær þar sem ég var rannsökuð fyrir öllum mögulegum og ómögulegum sjúkdómum, ég var aðeins í tvo og hálfann tíma inni hjá lækninum. Ég held að samlöndum mínum á Íslandi hefði ekki staðið á sama um lúkkið á spítalanum, því að hér í Parma er lítið um E.R. effekta eins og tíðkast í Reykjavík city. Enginn með rammann teikavei kaffibolla í hönd né svona myndapassa eins og í sjónvarpinu, bara beisikk innrétttingar komnar til ára sinna og rússneskar ljósakrónur, og síðast en ekki síst var ekki eins undirmannað og allstaðar við norðurheimsskautið, svo að mér var ekki hent út í flýti með lyfseðil í hönd eins og oft kemur upp í hinni erilssömu Reykjavík. Best fannst mér samt útigangskonan sem ráfaði um lungnaspítalann...reykjandi.
Lifið heil,
núrgiS.
p.s. þeir sem eiga æpod eru montrassar og hrekkjusvín.

7 Comments:

Blogger Elsý said...

heyrðu ég ættla nú að vona að þú fáir róamsntískari bréfasenuatriði en hor og svita! það færi okkur Brynhildardætrum alsekki! nú verðuru bara að fara að taka þér tak kona!!!annars láttu þér batna mýsla :o)

9:39 PM  
Blogger Hilla said...

En mamma mín á æpod!!! Hver hefði trúað því???

2:32 AM  
Blogger Núrgis said...

Mamma þín er kannski ekki montrass, en hún er ábyggilega hrekkjusvín...en allir aðrir eru bæði montrassar og hrekkjusvín, sérstaklega íslenskir karlmenn búsettir í Parma að læra óperusöng (ég þekki marga!)

11:10 AM  
Blogger Finnur Pálmi Magnússon said...

mmm
Ég er montrass en ég er ekki hrekkjusvín.

12:36 PM  
Blogger Ýrr said...

Ég á ekki æpod og ég alls ekki hrekkjusvín.

En prófaðu að lesa Angela´s Ashes.. ég grét sko yfir henni. Ammm.

8:24 PM  
Blogger Núrgis said...

Sjúkket maður, loksins einhver sem á ekki æpod! Ég held að ég grenji yfir öllu nema bókum, þannig að ég sækist ekkert sérstaklega eftir því að hafa eitthvað að gráta yfir! Fyndnast eftirá var þegar ég kom grenjandi út af klippingunni hér um árið yfir þýsku trukkalessuklippingunni...

8:52 PM  
Anonymous Anonimo said...

Sumir eru nú bara öfundsjúkir út í suma sem eiga æpodd!!!

og mér finnst bara gott á suma að sumir lentu í klóm þýskrar trukkalessuklippingar!

2:51 AM  

Posta un commento

<< Home