domenica, aprile 03, 2005

Enn meira af andlegum málum.............

Sólin skein í heiði og fuglarnir sungu. Við Sigrún vöknuðum tilbúin að takast á við nýtt hlutverk.
Það var sem sé í dag þann 3. apríl 2005 sem að við urðum "guðforeldrar" hennar Matilde litlu. En
eftir u.þ.b. mánaðar samningaþref við Guð og Jésú og kirkjuna og presta var það loks ákveðið að við lútersku "heiðingjarnir" sinnum þessu hlutverki en verðum ekki skráð fyrir því í bókum hins rétta kaþólska guðs. Athöfnin hófst fyrir utan kirkjuna og seinna færðist leikurinn inn þar sem að allt fór vel fram. Allir voru að vanda ánægðir og Matilde litla sofnaði vært eftir að hafa rekið upp nokkrar vel valdar rokur á meðan að athöfnin fór fram.
kv. Gissur Guli

2 Comments:

Anonymous Anonimo said...

Til hamingju :o)

Hilla

12:12 AM  
Blogger Elsý said...

til hamingju með hressleikan :o) hér er eithvað fyrir ykkur. www.rockopera.it hohohoh
Elsý

9:42 PM  

Posta un commento

<< Home