FRAMHALDSMYNDIR
Það er skrýtið hvað kvikmyndir sem eru nr. 2 eru alltaf lélegar. Ég horfði á The Edge of Reason, eða Bridget Jones nr. 2 í gær og varð fyrir talsvert miklum vonbrigðum, sérstaklega vegna þess að ég skemmti mér konunglega við lestur bókarinnar. Það sem fer mest í taugarnar á mér núna við bíómyndir er Ally McBeal syndrómið, þ.e.a.s. þegar helmingur myndarinnar fer í tökur af byggingum og umferð og léleg poppmúsík undir, svona eins og til að teygja lopann. Þessvegna fannst mér Collateral t.d. alveg sérlega léleg fyrir utan hvað handritið var ófrumlegt og margnotað.
Ég er búin að komast af því hversvegna ég var með 3 áttundir og þríund í raddsvið um daginn, en þar hjálpuðu steratöflurnar sem ég tók við lungnabólgunni til! Ég ætti kannski að fara að byrja á sterum, þá stækka jú allir vöðvar og meðal annars vöðvarnir í kringum raddböndin...freistandi valkostur, ég held að testósterón yrði fyrir valinu, ég hef jú alltaf verið hrifin af mezzósóprönum með bringuhár!
Verið sæl
núrgiS
2 Comments:
Mér fannst nú Briget Joens nr. 2 allveg sprenghlægileg mynd. Hélt ég myndi pissa í buxurnar í skíðaatirðinu. En verð þó að viðurkenna að sú fyrri var betri enda er ég allveg sammála að myndir nr. 1 eru yfirleitt betir.
himmm..... nurgiS með skegg og bringuhár það væri fróðlegt að sjá!
í fyrsta lagi, þá eru allar myndir númer 2 sem ekki eru teknar við gerð myndar nr.1 ÖMULEGAR!
Og í öðrulagi, þá held ég Sigrún mín að þú yrðir mjög smekkleg með bringuhár og skegg...ég verð samt að viðurkenna að ég myndi springa úr hlátri, en ekki láta það aftra þér :o)
Posta un commento
<< Home