KRONIKA SÍÐUSTU DAGA...
Já, það gerist ýmistlegt hér á Via Zarotto 12. Vissulega var sjokk fyrir íbúa hússins heimsókn sporðdrekans hér um daginn, og eru þeir enn að jafna sig á því, hver veit nema næst komi úlfar, en þeir lifa jú í þessu landi (reyndar í Chianti, en úlfar eru seigir ferðamenn og túrismi er alltaf að verða meiri og meiri hér í Parma).
Húsbóndinn er nú orðinn reglulegur gestur í söngtíma hjá Maestro Jóhannsson við Gardavatn, en saman eru þeir að vinna eitthvað svona sem tenórar gera saman bak við luktar dyr og við hin reynum bara að ímynda okkur hvað gerist. Húsfrúin er að jafna sig af tæringunni og fór í fyrsta líkamsræktartímann í gær við litla kátínu lungnanna. Það tilkynnist hér með að húsfrúin hefur 3 áttundir og þríund í söngsvið og er hún mjög stolt af því.
Matthildur litla hefur verið í gæzlu hjá okkur undanfarið og gengur vel að aga hana til, sem betur fer sjá foreldrar hennar ekki hverslags hörku hún er beitt en þau skilja einmitt ekki þessar línur...híhíhí á þau!
Fóru Flóvenzhjónin í matarboð til Padova síðustu helgi, en þar voru gestgjafar þau Roberto og Anna sem eru einmitt söngvarar. Það var voða gaman og buðu þau m.a. upp á hveitilengjur með lambaketi sem er rómverskur réttur, og var sérlega gaman að bragða á framreiðslu rómverja á þessu séríslenska keti. Þetta umrædda kvöld var mikið snætt, drukkið styrkt rauðvín og grappa og var umræðuefni kvöldsins söngur og túrismi (ekki þó úlfavandamálið).
Eins og kannski lesendur vita eru þau Sigrún og Gissur ekki miklir stuðningsmenn hundahalds í borg, og gafst þeim einstakt tækifæri að vera andstyggileg í garð hundaeigenda þegar annar sjefferhundurinn í baklóð hússins (sumir kannast við þennann rakka, annar í geltdúóinu mikla) mætti niður í bílageymslu aleinn og yfirgefinn einmitt þegar hjónin opnuðu hliðið, og viti menn, voffi slapp út og týndist fram á kvöld! Síðan hefur hann verið lokaður inni greyið...
Lýkur hér kroniku síðustu daga.
núrgiS
3 Comments:
óó úlfar.... eru þeir ekki hættulegir??? og ekki hefði ég viljað mæta geltandi sólói í dimmum bílakjallara.... Parma borga hættunar.....
Hvílíkt og annað eins, sporðdrekar, úlfar, tæring, brjálaðir hundar, tenórar bakvið luktar dyr,óöguð börn...hvert stefnir þetta allt saman!
Jah en það er nú eithvað gott í þessu öllu saman ég sé að húsfrúin er að standa sig í söng-stykkinu! Til Lukku húsfrú góð!
Ég hélt að sjefferhundurinn væri úlfur...
Posta un commento
<< Home