RICCARDO MUTI VERSUS MARKÚS ÖRN ANTONSSON
Nú verður fjallað um pólítískt siðferði.
Fyrir þá sem ekki vita er Riccardo Muti (mætti þýða Ríkharður Mállausi) einn frægasti óperustjórnandi samtímans, og aðalstjórnandi Scalaóperunnar síðustu 19 árin. Scala er óperuhúsið í Milano og Milano er á Ítalíu og margir tengja Ítalíu við hina illræmdu Mafíu. Svo er mál í vexti að Mállausi ku vera einstaklega mikill harðstjóri eins og oft tíðkast hjá hljómsveitarstjórum, og fara af honum sögur um kvensemi fram úr hófi (hann er giftur til margra ára henni Cristinu vinkonu Gissurar og eiga þau 3 uppvaxin börn) í skjóli Scalaóperunnar. Margt væri hægt að segja um Mállausa, hann hefur bæði gott og illt gert óperuhefðinni, en út í slík tækniatriði verður ekki farið hér á þessari síðu. Þann 16. mars samþykktu rúmlega 700 starfsmenn Scalaóperunnar vantraustsyfirlýsingu á Mállausa, 3 voru á móti henni og 2 sátu hjá. Vildu starfsmenn meina að hann réði óhæfann starfsmann í ábyrgðarstöðu innan fyrirtækisins. Mállausi varð mjög sár, fannst hann ekki eiga þetta skilið og talaði um pólítískt einelti og annað slíkt, en horfðist þó í augu við staðreyndir og sagði af sér í kjölfarið. Vel gert, Mállausi!
Nú hef ég dálítið fylgst með framgangi mála hjá öðru ríkisreknu batteríi, á eyju við norðurheimskautsbaug þar sem siðferði á að vera til fyrirmyndar og engir mafíósahættir stundaðir. Mér skilst að þetta batterí sé kallað Ríkisútvarpið, og að útvarpsstjóri hafi fengið svipaða vantraustyfirlýsingu og Mállausi á sig vegna ráðningar fréttastjóra. Útvarpsstjóri lét öllum illum látum í viðtalsþætti hjá fyrirtækinu sem hann stýrir, og lokaði augunum fyrir vandamálinu, virtist ekki detta í hug að endurskoða hæfni sína sem útvarpsstjóri.
Hvar eru mafíósasiðir nú stundaðir?
Lifið heil,
núrgiS.
2 Comments:
Mér finnst að allir sem gegna opinberum stöðum á Íslandi eigi að fara á námskeið um hvenær sé við hæfi að segja af sér.
Kannski væri hægt að ráða Mállausa til að hafa umsjón með þessu!
Hilla
Vel mælt Hildur! það held ég að sé prýðis góð hugmynd! Mállausi sem afsagnarpólitískukennari! Lifi Málausi!
Allavega held ég að mafíósasiðir séu í hávegum höfð hjá yfirlýstum og stoltum lýðræðisríkjum (t.d. ísland, usa)...the land of the brave and the home of the free.. kanski þegar helvíti frýs ..hehe
Posta un commento
<< Home