domenica, aprile 10, 2005

Ævintýri Slöngumannsins..................

Já gott fólk það var aðfaranótt fimmtudagsins 7. apríl. Klukkan var nýslegin tólf á miðnætti og slöngumaðurinn(einnig þekktur sem Gissur Guli) var að búa sig undir að taka á sig náðir á heimili sínu í Parma borg óttans. Allt var klappað og klárt, búinn að pissa, bursta, slökkva flest ljós og þá var aðeins eitt eftir. En þetta eina smáatriði reyndist slöngumanninum afdrifaríkt.
Það ískraði í hjörum svalahurðarinnar þegar daufir ljósgeislar úr stofunni skáru þykkt myrkrið þessa nokkuð hlýju og röku nótt í Parma. Í fyrstu virtist allt eðlilegt og slöngumaðurinn teygði sig eftir hlerunum sem áttu að smella fyrir svalahurðina. En skyndilega var eins og slöngumaðurinn hafi fengið hugboð snéri hann ser við og sá þar hvar á að giska 3ggja metra skrímslasporðdreki (scrimslus scorpiones) hafi tekist að læðast að honum. Nú voru góð ráð dýr og engan tíma mátti missa. Augnablikið fraus og slöngumaðurinn af mikilli reynslu sinni í viðureignum við óargadýr stóð grafkyrr og horfði í augun á skrímslasporðdrekanum. Áður en að nokkur vissi af ultu þeir til og frá á svölum slöngumannsins og fyrir einhverja guðlega forsjá tókst honum að skreppa undan eituroddi ófreskjunnar og skjótast inn fyrir svaladyrnar og skella á eftir sér. En baráttunni var ekki lokið þarna því að slöngumaðurinn gengur ekki frá hálfkláruðu verki. Hann vippaði sér að opinni vopnageymslunni og greip það sem að hann hafði vonað allra vegna að þurfa aldrei að nota aftur. En það var sérstyrktur grámattur ofur(design)flugnaspaði. Slöngumaðurinn laumaðist að þessu sinni bakvið skrímslasporðdrekann og veitti honum hvert höggið á fætur öðru og minnstu mátti muna að ýmist beittar klær eða banvænn eituroddur næðu honum.
Undir morgun þegar morgunroðinn reis í austri lá skeppnan í valnum. Enn og aftur hafði Slöngumaðurinn lagt að velli eina af hræðilegustu skepnum jarðar.

Gissur Guli

9 Comments:

Anonymous Anonimo said...

Sjitt happens mar!

3:39 PM  
Anonymous Anonimo said...

Þetta minnir mig nú bara á hetjulega baráttu minnar og ofurhuganna Ásdísi og Ernu forðum daga á hótel herbergi í slóveníu. Þar hafði stökkbreytt vespa gert sér lítið fyrir og spunnið bú í gardínunum hjá okkur. Líf vespunnar endaði á götunni fyrir neðann gluggann okkar. Við atlöguna fórnaðist eitt mjög hugrakt tansbursta glas. Sem minnir mig á það að enn á eftir að halda minningar athöfn um glasið góða......

Hilla

3:57 PM  
Blogger Ýrr said...

***HROLLUR****

5:26 PM  
Blogger Elsý said...

Æ hvað er gott af vita að því að slöngumaðurinn sé alltaf á vakt, ohh mér finnst ég vera 100% örugg...(andvarp)

8:30 PM  
Blogger Finnur Pálmi Magnússon said...

Ja hérna.
Þetta er jafnvel magnaðra ævintýri en sagan af anacondunni.
Varstu með safari hattinn?

8:51 PM  
Anonymous Anonimo said...

Jáhh ég varð vitni að þessum bardaga því ég var að tala við slöngumeistarann á hinu fræga Skype. Óhljóðin voru ógurleg og ég hélt ég hefði misst hann á tímabili.

Góð saga ;)

2:11 PM  
Anonymous Anonimo said...

ég segi eins og finnur hvar er safarí hatturinn og myndavélin á svona stundu?

12:19 AM  
Anonymous Anonimo said...

Viljið þið koma í uppfræslukeppni?? ;)

1:11 PM  
Blogger Sigrun&Gissur said...

oh Hildur það er ekki hægt að fara í uppfærslukeppni við þig, þú ert svo flínk:)

8:47 PM  

Posta un commento

<< Home