venerdì, maggio 20, 2005

Hvað er í gangi maður, djöfulsins rugl............

Já þetta er ekki ólíklegt að heyra ólíklegasta fólk á Íslandi segja. Nú og hversvegna? Jú vegna þess að hún Selma okkar komst ekki áfram í Júróvísjón.

Það er jú einu sinni þannig að Júróvísjón keppnin hefur verið botnlaus Gleðibanki allra hinna þjóðana (sérstaklega “austurblokkarinnar” svo að ég vitni nú í niðurlægðu dívuna okkar hana Selmu). Sem sé sagan endurtekur sig og endurtekur sig. En aldrei fær okkar farsældar frón nóg af því að gera sér falskar vonir á þessum alþjóðar niðurlægingarmarkaði. Heldur sendum við áfram að senda meðalmensku iðnaðar poppviðbjóð sem er lagður í hendur útrunnar nafladívu sem er í þokkabót austurevrópu rasisti.

Mér er enn minnistætt frá því að ég BMXgalla klæddur og með svitaband horfði spenntur á Gleðibankann keppa fyrir hönd Íslands það herransár 1986. Þá kvað nú við að þarna væru brögð í tafli og Ísland hafi ekki unnið þrátt fyrir að vera með lag á HEIMSMÆLIKVARÐA.
Síðan þá eru liðin 19 ár og við höfum ekkert lært. Alltaf jafn léleg númer, alltaf jafn glæstar vonir og alltaf er fallið jafn sárt.

Hafið þessa loka tilvitnun mína ykkur sem einkunar orð

“Tíminn líður hratt á gervihnatta öld
Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld
Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum
Þú tekur kannski of mikið út úr Gleðibankanum”

Lifið heil
Gissur Guli

3 Comments:

Anonymous Anonimo said...

Tja við getum allavegann huggað okkkur við það að árangur okkar er mun betri en finna og Portúgala!!!

Annars er ég sorrý svekt og sár yfir þessu en hugga mig við það að Noregur á eftir að rústa þessari keppni!

2:35 AM  
Anonymous Anonimo said...

GLEÐI GLEÐI GLEÐI!!!! Lifi ekkimeðselmujúróvísjón!!!!

1:19 PM  
Blogger Ragnar said...

Já, mér sem fannst lagið með Selmu svo gott. Kannski er það fjarlægðin sem gerir fjöllin blá. Lá á gólfinu hjá vini mínum með harðfisk í munninum að horfa á Eurovision... nei fyrirgefðu Evróvisjón.

5:48 PM  

Posta un commento

<< Home