mercoledì, maggio 11, 2005

Múhameð og fjallið................

Ég geri ráð fyrir því að flestir lesendur okkar kannist við söguna um Múhameð og fjallinu. Ég hef alltaf reynt að hafa þessa fallegu frásögn að leiðarljósi. Boðskapurinn er jú sá að með þolinmæði og þrautseygju þurfti múhameð ekki að fara til fjallsinns heldur kom fjallið til Múhameðs.

Nú ber svo við að ég aumur tenor ræfill í Parmaborg hef svipaða sögu að segja. Þannig var að ég er búin að vera að undirbúa mig fyrir það að syngja fyrir umboðsmann. Það er mikilvægt skref fyrir ungan söngvara og hef ég því lagt hart að mér við undirbúninginn. Til að gera langa sögu stutta er þessi ágæti umboðsmaður búin að afboða áheyrnina þrisvar og ég sit enn og bíð, en ath. sallarólegur og þolinmóður. Á þessu tímabili vonar og óvonar hafði ég svo samband við óperettu hóp hér í landi og spurðist fyrir um það hvort ekki væri veitt áheyrn þessa dagana. Jú það var nú aldeilis en sá hængur var á að dagurinn sem að hafði verið valinn í þá áheyrn var einmitt sá sami og ég átti að vera að syngja fyrir umboðsmanninn. Ég sagðist bara því miður vera upptekinn og spurði því hvort að ekki væri önnur leið fyrir mig að láta í mér heyra. Ritari óperettuhópsinns sagðist athuga það og hún mundi síðan hafa samband. Það gerði hún og spurði mig hvort að ég vildi ekki bara taka eitthvað upp og senda þeim. Það leist mér ekki vel á og sagði við hana að ég vildi helst hitta á þau og syngja fyrir þau. Þá bað hún mig enn að bíða eftir að hún mundi aftur hringja og það gerði hún. Í það skiptið sagið hún að óperustjóranum hefði litist vel á tillögu mína um að ég syngi fyrir hann. Þá var að finna stað og stund. Það sem oft háir söngvurum er að þeir eiga erfitt með að mæta í áheyrnarpróf í galtómu leikhúsi og sýna sitt allra besta. Þar sem það eru kannski tveir í salnum sem eru bara að vega og meta galla þeirra og kosti ef að söngvaranum tekst að sýna þá. Þetta hef ég (Gissur Guli) reynt og staðfesti að þetta eru ekki ákjósanlegustu aðstæðurnar. Þannig að með þessa vitneskju í farteskinu stakk ég einfaldlega uppá því að óperustjórinn mætti hingað heim til mín og ég syngi fyrir hann í stofuni. Þetta leist ritaranum vel á og varð það úr að óperustjórinn og píanisti mættu hér í gær og ég söng fyrir þá. Þeir voru ánægðir með frammistöðu mína og úr varð að ritarinn áðurnefndi hringdi í mig og bauð mér hlutverk Danilo í Kátu Ekkjuni eftir Franz Lehar. Sem verður sett upp í júlí og flutt í útileikhúsi við Gardavatnið.

Þess má einnig geta til gamans að ég hef aldrei heyrt um það að óperustjóri komi og hlusti á söngvara í stofuni heima hjá þeim. Þannig að þarna hefur sagan um Múhameð og fjallið endurtekið sig

Fleiri verða þau orð ekki í bili.

Kveðja Gissur Guli

8 Comments:

Anonymous Anonimo said...

Til hamingju!
:D

1:47 AM  
Blogger Finnur Pálmi Magnússon said...

Massiv respect.
Um að gera að endurskrifa reglurnar.
... og til hamingj með hlutverkið.

11:32 AM  
Anonymous Anonimo said...

Til hamingju :)

12:40 PM  
Blogger Elsý said...

Ef þú kemst ekki til óperustjórans, þá verður óperustjórinn að koma til þín..... very dynamic

11:15 PM  
Blogger Sigrun&Gissur said...

Takk fyrir ég er mjög kátur!!

11:29 PM  
Blogger Bergur said...

Mikið dj. ertu flottur á því frændi Hjartanlega til hamingju.

7:57 PM  
Anonymous Anonimo said...

Jæja Gissur minn, þegar fjallið mætir í stofuna til Múhameðs í te og kökur þá mega hinir spámennirnir fara að vara sig.
!!Tanti Auguri!!
Svana

7:10 PM  
Blogger Ragnar said...

Já, þetta er glæsilegt hjá þér... Til hamingju!

5:46 PM  

Posta un commento

<< Home