domenica, maggio 01, 2005

Svo bregðast krosstré sem önnur tré........

Já gott fólk. Þann 25. apríl héldum við hjónin glaðbeitt af stað í óvænta svaðilför. Förini var heitið í lítinn bæ sem að heitir Vergato og er í fjöllunum mitt á milli Bologna og Flórenz. Sólin skein í heiði og fuglarnir sungu og það var einmitt það sem að ég (Gissur Guli) var að fara að gera líka (þ.a.e.s. syngja). Tónleikarnir voru haldnir til heiðurs ljóðskálds sem að býr í bænum og býr að þeirri óskemtilegu reynslu að hafa verið sendur i auschwitz og einn fárra sem að slapp þaðan lifandi. 25. apríl er einmitt tileinkaður frelsun Ítalíu undan Nasistunum. Tónlistin sem að var flutt var öll samin af tónfræðikennaranum mínum og textinn eftir áðurnefnt ljóðskáld. Það var engum blöðum um það að fletta að tónleikarnir gengu með eindæmum vel og allir voru mjög kátir nema einn! Já það er fátt betra en að fá sér pínulítið í gogginn og skella sér svo heim í höllina sína að loknum tónleikum. En að þessu sinni var litli Golfirnn okkar ekki á sam máli. Honum líkað svo vel fjalla loftið að hann ákvað í fyrsta skipti síðan að við fengum hann að BILA. Ég segi það og stend við það að ef að tónleikarnir hefðu ekki gengið svona vel þá hefði ég farið heim í sjúkrabíl( sökum of hás blóðþrýstings). En svo fór nú ekki. Við komumst að lokum heim eftir að hafa horft á eftir tveimur lestum náðum við loks þeirri þriðju og þannig komumst við heim.
Af bílnum er það að frétta að í honum fór háspennukeflið og það var viðgerð með öllu uppá €120 og verður það að teljast nokkuð vel sloppið sem fyrsta viðgerð á 12ára gömlum bíl sem að í þessari viku er að skríiða í 267þúsund kílómetra.
Nú er hann við hesta heilsu ný þveginn og bónaður og allt í góðulagi.
Lifið í lukku en ekki í krukku
Gissur Guli

3 Comments:

Anonymous Anonimo said...

Vladimir Kaggan mín elskulega Lada bilaði nú aldrei!

2:03 PM  
Anonymous Anonimo said...

Hæ krúttin mín!
Skil ekki afhverju ég mundi ekki að þið voru farin að blogga aftur!!!!!!!!
Er í vinnunni- löt as hell og eyddi örugglega hálftíma í að leita að addressunni að blogginu ykkar...svo er ég búin að eyða hálftíma í viðbót að lesa um Skorpíónmanninn og Violettu- alveg brilljant skrif hjá ykkur!! Kíki inn á síðuna næstu daga og læt heyra í mér.
kiss kiss
Svana vinnusjúklingur :O(

11:19 PM  
Anonymous Anonimo said...

samhryggist, bílavandræði eru leiðinleg

2:47 PM  

Posta un commento

<< Home