martedì, giugno 28, 2005

HITI

Þetta gengur eiginlega ekkert lengur...hér er 38 stiga lofthiti, en 45 stiga raunhiti vegna 102% raka. Þeir sem halda því fram að suðurevrópubúar séu latir ættu bara að reyna að koma hingað núna og gera eitthvað annað en að svamla um í sundi og sötra bjór. Eldhús Via Zarotto 12 hefur verið lokað í 2 vikur vegna veðurs, en slíkt hefur aldrei gerst í manna minnum. Við hjónin lifum því bara á köldum hrísgrjóna- og speltisréttum, vatnsmelónum og ÍSÍSÍSÍSÍSÍSÍS. Svo þarf maður að passa vatnsdrykkju, og ég er mjög samviskusöm og er búin að drekka u.þ.b. 4 lítra af vatni í dag og er enn þyrst!
Samgöngur hér á Ítalíu eru í algjöru rugli, A1 hraðbrautin (Milano-Napoli) er ein viðgerðarklessa og þar verða slys oft á dag. Þessvegna var mjög gaman að keyra Ewu & Co út á flugvöll í glampandi sól í dag og lenda í 3 klst. stöppu á heimleiðinni. Ég er búin að þróa með mér einstaka þolinmæði í stöppum, ég hugsa alltaf með mér: "það gæti verið verra, ég gæti hafa lent í stöppu á leiðinni á tónleika en ekki frá" o.s.frv., en viti menn, í dag brast hin margfræga stöppuþolinmæði og ég varð hálf taugaveikluð. Eins gott að ég var ein í bíl, ég hefði ábyggilega verið andstyggileg af pirringi ef ég hefði haft einhvern til að pirrast í!
En sem betur fer er svo auðvelt að róast eftir svona pirrköst þegar maður hefur aðgang að Lino's kaffi og góðum ís.
Ho concluso,
núrgiS.
p.s. fyrir áhugasama þá komum við heim 27. júlí!

6 Comments:

Blogger Alli said...

úff, en sá hiti. bara hálffeginn að vera hér í kuldanum. dugleg með vatnið og svo bið ég bara að heilsa Ítalíu..Kossar og knús.

2:27 AM  
Anonymous Anonimo said...

Vei vei gaman að heyra í ykkur! Get ekki ýmindað mér hitann.... gott að vera í 15 stigum og hálfskýuðu!

Svo er skylda að fá sér kaffi og jaðraberja ís fyrir mig!! :)

2:21 PM  
Blogger Núrgis said...

Ég er svo skyldurækin frænka að ég fékk mér bæði jarðarberjaís og Lino's kaffi í dag bara fyrir þig Hildur;)

8:27 PM  
Blogger Elsý said...

veii!!!komiði heimí júlí!!!!!gaman!!! Greiið mitt gráa að lenda í svona stöppu, mundu bara meria að segja pabbi myndi snappa!!

1:17 PM  
Anonymous Anonimo said...

Já úff þá líkar mér bara ágætlega við íslenska veðurfarið :)

Hlakka til að sjá ykkur. Jeij :)

4:12 PM  
Anonymous Anonimo said...

Halelúja - það var 20 stiga hiti á Króknum í dag og það var nú bara fínt- held að ég vilji ekkert skipta.
Skál í vatni!
svana

1:40 AM  

Posta un commento

<< Home